Frásagnir um Samúel Jónsson

 

 

Samúel Jónsson skrifaði ekki dagbækur svo lítið er vitað um líf hans, en hann fór að minnsta kosti í tvö viðtöl, 1955 og 1958.  Flest sem við vitum um Samúel, höfum við aflað með samtölum við fólk sem var honum nærri eða heimsótti hann og heyrði af honum sögur. Þetta voru nágrannar, gestir og vinir. Ber þar fyrst að telja  blaðagrein sem skrifuð var af Hannibal Valdimarssyni  í Lesbók Morgunblaðsins, 15. maí 1976, þ.e. 7 árum eftir dauða Samúels, þar sem merkilegar sögur og myndir af verkum Samúels urðu fyrst kunnar þjóðinni.  Hannibal lét flytja altaristöflu Samúels í Listasafn ASÍ í Reykjavík til varðveislu. Nefna má einnig þáttagerð Ómars Ragnarssonar, líklega vinsælasta heimildarmyndakvikmyndagerðarmanns og fréttamann landsins, en í þáttaröð hans Stiklum var árið 1981 þáttur um Gísla í Uppsölum í Selárdal. Viðtöl eru við hann og einnig Hannibal Valdimarsson um verk Samúels Jónssonar í Brautarholti.  Stiklur Ómars Ragnarssonar eru mikið afrek í heimildamyndagerð og eru fáanlegar hjá RÚV. Árið 1999 frumsýndu Kári G. Schram og Ólafur J. Engilbertsson heimildamynd sína Steyptir draumar sem fjallar um líf og list Samúels. Í tengslum við myndina voru tekin mörg viðtöl við fólk sem þekkti Samúel. Þessar upptökur bíða þess að vera gefnar út á DVD ásamt myndinni.

                                                                                                   Skeljastígurinn

 

Skeljastígur Samúels er goðsagnakenndur. Sjón hans versnaði með aldrinum og í ljósaskiptunum átti hann erfitt með að sjá leiðina á ströndina og til baka. Hann setti niður stórar hvítar skeljar stil að varða leiðina.

 

                                                                                                    Altaristaflan

 

Þekktust er líklega sagan af byggingu kirkju Samúels. Hann málaði mikið á veturna og meðal annars nýja altaristöflu sem hann hugðist gefa sóknarkirkjunni  í Selárdal þar sem altaristaflan í kirkjunni var orðin gömul, frá 1752, taldi Samúel hentugt tilefni að bjóða sóknarnefndinni nýja altaristöflu  á aldarafmæli kirkjunnar 1961. Þegar hann reyndi að afhenda nýlega málaða altaristöfluna afþakkaði sóknarnefndin hana.  En Samúel hafði engan hentugan stað fyrir hana heima hjá sér.  Hann ákvað þá að byggja kirkju utan um töfluna. Hann var þrjú ár að byggja hana og var byggingunni sennilega lokið sumarið 1965. Samúel yfirgaf Selárdal og fór á hjúkrunarheimilið á Patreksfirði 1968 þar sem hann var orðinn blindur, og þar dó hann 1969.

                                                                                                Steypustyrktarjárn

 

Til þess að styrkja byggingar sínar notaði Samúel járn úr strönduðum togara í nágrenninu. Hann notaði járn úr togara í steinhús sem hann byggð í Krossadal á fjórða áratugnum. Svo þegar hann var fluttur í Selárdal dró hann járn með reipi yfir fjallið og yfir í Selárdal. Sumarið 2014 birtist gamall mann á Brautarholti þar sem safnið stendur og greindi frá því að hann sá sjálfur sem ungur drengur Samúel koma niður af fjallinu með mikla járnboga sem hann dró á eftir sér. Á forsíðumynd þessarar síðu má sjá steypustyrktarjárn í boganum við innganginn í listasafnið.

 

                                                                                                  Kaupstaðarferð

 

Til vitnis um þrek Samúels á gamals aldri má segja aðra sögu. Gömul kona sagði okkur að hún hafi eitt sinn verið í bíl sem ók fram hjá Samúel á heiðinni Hálfdán á milli Bíldudals og Tálknafjarðar og var hann  með brauð sem hann hafði keypt á Tálknafirði. Það fylgdi ekki sögunni hvort hann fékk far með bílnum. Ef maður reiknar út vegalengdina sem Samúel fór til að sækja sér brauð, þá kemur í ljós að það hafa verið um 60 km. Viðmið manna eru ólík á ólíkum tímum. Almennt er sagt að Samúel hafi verið afar vingjarnlegur og hógvær maður og var hann kallaður "listamaðurinn með barnshjartað" í grein Hannibals Valdimarssonar.


Directions: From Bíldudalur, a small fishing village  in Arnarfjörður, one finds a 20 km long gravel road leading to Selárdalur which is at the end of the road. On  your right you will see three buldings close to the shore where Samúel lived and worked, a place called Brautarholt. Opening time:  May to October, 24 ours all days


Félag um listasafn Samúels var stofnað 1998.

The Association of the Samúel Jónsson Art Museum was founded in 1998.

Der  Förderverein des Samúel Jónsson Kunstmuseums wurde 1998 gegründet.

 

Stjórn:   The board:   Der Vorstand: 

 

Ólafur Engilbertsson, manager - ( www.sogumidlun.is )

Kári Schram, Sólveig Ólafsdóttir,  Fjóla Eðvarðsdóttir,  Kristín Ólafsdóttir

  

Head of artwork restoration and administrator of Samúel´s website: Gerhard König   ( www.gerartworks.jimdo.com )

                                                          *

 Söfnunarreikningur..........Donate account........Spendenkonto :

Bank:           Islandsbanki

Our name:   Felag um listasafn Samuels

SWIFT:         GLITISRE

IBAN:           IS640512260044034403982949

 

Account number (for inner Icelandic transfers) :  512-26-4403 and  Kennitala :  440398-2949

 

Contact  :    www.sogumidlun.is  (phone numbers and adress)

Title photo, 2006:  Lárus Sigurðsson