The website of  the Samuel Jonsson Art Museum in Iceland

 

  Webseite des Samuel Jonsson Kunstmuseums in Island 


                                                                                             Velkomin

 

Safnið er um verk listamannsins Samúels Jónssonar sem lést 1969. Við kynnum hér endurreisn listaverka og bygginga Samúels og verkefni safnsins og starfsemi í Selárdal í Arnarfirði. Byggingar Samúels og höggmyndagarður voru hans síðustu verk og staðnum hefur nú verið breytt í safn. Við kynnum hér starf safnsins og sögu þess, viðgerðir og endurreisnarstarf.

 

                                                  

                                                                                       Þar sem góðir fara eru guðsvegir.        

 

Samúel Jónsson fæddist árið 1884 í Arnarfirði á bænum Horni. Foreldrar hans voru hjónin Jón Þorsteinsson og Guðríður Guðmundsdóttir. Það má með sanni segja að líf hans hafi ekki verið neinn dans á rósum. Samúel missti föður sinn þegar hann var fjögurra ára gamall og flutti þá með móður sinni á Barðaströnd. Hann var barn að aldri þegar móðir hans gerðist ráðskona hjá Sr. Lárusi Benediktssyni í Selárdal. Þar upplifði Samúel mikið harðræði og var haldið fast að vinnu að þeirra tíma hætti.  

Eftir dauða Sr. Lárusar gerðist Samúel fyrirvinna móður sinnar og fengu þau ábúð á hjáleigunni Tóft sem var ein af fjórum hjáleigum innan túns í Selárdal. Þar undi hann aðeins skamma hríð og fékk í kjölfarið heimild til að byggja nýbýli á Selárdalslandi. Það reisti Samúel frá grunni og kallaði Fossá. Sér þar enn fyrir húsatóftum og heimtröð. Þarna bjuggu mæðginin í nokkur ár en fluttu síðan að Neðri-Uppsölum í Selárdal. Þar lést móðir hans árið 1916. 

Eftir andlát móður sinnar tók Samúel sér ráðskonu að nafni Salóme Samúelsdóttir en þau hófu búskap saman á jörðinni Krossdal í Tálknafirði, bjuggu þar frá 1927-1947. Þar mun Samúel hafa byggt upp bæjar- og fjárhús eins og víðast hvar sem hann bjó í lengri eða skemmri tíma. Þau hjónin eignuðust saman þrjú börn sem öll létust á unga aldri. 

Árið 1947 fluttu þau hjónin í Selárdalinn og fengu þar til leigu eina af hinum gömlu hjáleigum staðarins niðri við sjóinn. Fljótlega eftir það lést Salóme. 

Samúel bjó í Selárdal í um 22 ára skeið lengstum einn síns liðs. Þennan stað, sem áður hét Melstaður, kallaði Samúel Brautarholt. Þar byggði hann íbúðarhús, kirkju og listasafn og gaf sér tíma til að sinna hugðarefnum sínum og listsköpun sem fram að þessu höfðu lengstum orðið að víkja fyrir búksorgum og brauðstriti.  

Samúel var meðalmaður á hæð, grannur vexti, fríður sýnum, með glóbjart hár og skegg. Hann var ætíð snyrtilegur til fara, kvikur í öllu hreyfingum, annálaður göngumaður og hljóp léttilega við fót. Sagt var að enginn væri fljótari í ferðum en hann enda oft til hans leitað þegar mikið lá við svo sem þegar sækja þurfti ljósmóður eða lækni. Allt hans yfirbragð var glaðlegt og góðmannlegt, enda var öllum vel til hans og þótti Samúel með eindæmum greiðvikinn. Hann var fróður um margt og allvel lesinn, léttur í máli og þótti segja vel frá. 

Lengstum var Samúel heilsuhraustur en þegar hann var um áttrætt og sjónin farin að daprast dvaldi hann vetrarlangt hjá vinafólki sínu í sveit og að vori var hann aftur kominn til Selárdals og sinnti þar hugðarefnum sínum og listsköpun. Hann hafði yndi af því að sýna gestum og ferðalöngum listaverk sín og byggingar. Samúel var talinn langt á undan sinni samtíð. Sem dæmi má nefna byggði hann upp salernisaðstöðu fyrir ferðamannastrauminn sem lagði leið sína í Selárdalinn til að virða fyrir sér listaverk hans og byggingar. 

Margur undraðist hvað þessi ólærði, fátæki, hæverski maður með tvær hendur tómar hafði getað komið í verk á Brautarholti. Svo kom að því að hann missti sjónina og lifði hann tvö seinustu æviár sín á sjúkrahúsinu á Patreksfirði. Sem fyrr var hann afar vel látinn af öllum sem honum kynntust. 

Samúel Jónsson, listamaðurinn með barnshjartað kvaddi þennan heim árið 1969.

                                                                  

                                                         Verk Samúels

 

Öll verk Samúels bera honum fagurt vitni og var hann víða þekktur fyrir hæfileika sína sem hann átti í ríkum mæli. Hans er þó hvergi getið í ritum um íslenska listasögu. Þó gerðu margir sér leið út í Selárdalinn til að líta eigin augum verk Samúels sem voru þar til sýnis eins og hver önnur fullgild listaverk. Samúel málaði fjölmörg olíumálverk og landslagsmyndir sem hann rammaði inn sjálfur. Hann gerði sér högglistagarð, skar út í tré og gerði einnig líkön, m.a. af Péturskirkjunni í Róm og af indversku musteri. Þessi líkön voru listavel gerð úr hundruðum ef ekki þúsundum smáhluta og duldist engum að bak við þessi líkön voru margar vinnustundir, þolinmæði og djúpstæð sköpunargleði. Samúel gerði hinsvegar ekki víðreist um dagana. Til annara landa hafði hann aldrei komið en studdist við myndir úr bókum og póstkort við listsköpun sína. 

Þegar kirkjan í Selárdal fagnaði 100 ára afmæli málaði Samúel altaristöflu sem hann hugðist gefa kirkjunni. Önnur altaristafla var þar fyrir og hafnaði sóknarnefndin gjöf Samúels honum til sárra vonbrigða. Hann lét þó ekki hugfallast og reisti af eigin rammleik kirkju sem hýsa skyldi altaristöfluna. Kirkjan var steypt upp af mikilli útsjónarsemi og í þrepum því Samúel hafði aðeins eitt sett af mótatimbri og gat því aðeins steypt upp sem svaraði einni fjöl í einu. Mölina í steypuna sótti hann niður í fjöru og bar á bakinu (lyft á eins manns herðum) og sementið sótti hann á Bíldudal.



Directions: From Bíldudalur, a small fishing village  in Arnarfjörður, one finds a 20 km long gravel road leading to Selárdalur which is at the end of the road. On  your right you will see three buldings close to the shore where Samúel lived and worked, a place called Brautarholt. Opening time:  May to October, 24 ours all days


Félag um listasafn Samúels var stofnað 1998.

The Association of the Samúel Jónsson Art Museum was founded in 1998.

Der  Förderverein des Samúel Jónsson Kunstmuseums wurde 1998 gegründet.

 

Stjórn:   The board:   Der Vorstand: 

 

Ólafur Engilbertsson, manager - ( www.sogumidlun.is )

Kári Schram, Sólveig Ólafsdóttir,  Fjóla Eðvarðsdóttir,  Kristín Ólafsdóttir

  

Head of artwork restoration and administrator of Samúel´s website: Gerhard König   ( www.gerartworks.jimdo.com )

                                                          *

 Söfnunarreikningur..........Donate account........Spendenkonto :

Bank:           Islandsbanki

Our name:   Felag um listasafn Samuels

SWIFT:         GLITISRE

IBAN:           IS640512260044034403982949

 

Account number (for inner Icelandic transfers) :  512-26-4403 and  Kennitala :  440398-2949

 

Contact  :    www.sogumidlun.is  (phone numbers and adress)

Title photo, 2006:  Lárus Sigurðsson